- Advertisement -

Hildur stappar í þurrum drullupolli

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki búin að gera sér nægan mat úr málum tengdum, Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hildur sagði á þingi fyrr í dag:

„Hæstvirtur forsætisráðherra fullyrti hér í pontu Alþingis í gær að það hafi engin ósk um trúnað komið inn í forsætisráðuneytið hvað varðar það mál að upplýsingum var komið á framfæri um þáverandi barna- og menntamálaráðherra. Það stangast á við afdráttarlausar fullyrðingar uppljóstrarans í málinu. Báðar geta ekki verið að segja satt. Raunar sagði hæstvirtur forsætisráðherra einnig hér í pontu að það kæmi fram í birtri tímalínu ráðuneytisins að engin ósk um trúnað hefði komið inn í forsætisráðuneytið. Það er sannarlega rangt. Það kemur hvergi fram í þeim gögnum sem ráðuneytið birti. Í þingræðisríkjum er eitt það alvarlegasta sem gerist ef ráðherra segir þinginu ekki satt. Ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, virðulegi forseti, en ég tel brýnt að forseti hlutist til um að hæstv. forsætisráðherra hafi tækifæri sem fyrst til að skýra betur þessa stöðu gagnvart þinginu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: