- Advertisement -

Höfum ekki undan að mennta fólk

Ferðaþjónuta Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri sagði, í þættinum Sprengisandur í morgun, að ör fjölgun ferðamanna kalli sífellt á fleira fólk til starfa. Hún segir nauðsyn á að fá yfirsýn yfir hvert ástandið er. Ferðamálastofa er að skoða hvernig menntamálin standa yfir höfuð.

„Eitt okkar meginverkefni verður að tryggja menntun til framtíðar.“ Hún segir hættu á að framundan skapist vandi þar sem ekki takist að þjálfa eða mennta nógu margt starfsfólk. „Við verðum að búa til leiðir. Auðvitað væri gaman ef ungt fólk ákveður að mennta sig fyrir ferðaþjónustuna. Það ætti að vera hægt að í ríkari mæli en nú er. Það þarf að fjölga skýrum tækifærum í þessum efnum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: