- Advertisement -

Hrokinn víst ekki það versta við mig

Viðhorf Mætt hefur á Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, vegna meðmæla Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna forsætisráðherra, til handa barnaníðingi. Brynjar tók sýnilega að sér að stýra útgöngu flokksfélaga sinna af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vonlausri baráttu til að halda vitneskju frá þingi og þjóð. Brynjar ber hendur fyrir höfuð sér og skrifar á Facebook.

„Nú um stundir er ég útmálaður mesti hrokagikkur landsins, einkum af fólki sem þekkir mig ekki eða skilur ekki muninn á hroka og kaldhæðni. Ég væli svo sem ekkert yfir þessari nafnbót því stundum þarf dass af hroka til að benda á það augljósa. En merkilegast er að hroki minn truflar aðallega mestu netsóða landsins.

En hrokinn er víst ekki það versta við mig. Heldur vanþekking á afleiðingum kynferðisbrota og skortur á samúð með brotaþolum og fullmikil samúð með brotamönnum. Samt vill svo til að ég er sennilega eini þingmaðurinn sem hefur unnið fyrir og með brotaþolum og gerendum í alvarlegum brotum og þekki því hörmungarnar sem fylgja á alla kanta. Og þótt ég hafi barist fyrir réttindum sakaðra og dæmdra manna þýðir það ekki að ég sé að réttlæta gerðir þeirra eða sé sama um þá sem eiga um sárt að binda vegna brotanna. Mér sýnist að í augnablikinu megi ekki ræða um réttindi dæmdra manna nema þeir hafi verið dæmdir í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu.

Það er mikill misskilningur að þeir sem hæst hafa látið í þessum upreist æru málum sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hjá sumum er mikivægt að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Þetta sama fólk hafði ekki áhyggjur af framkvæmd ráðuneytisins á uppreist æru þegar það stjórnaði því sjálft.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: