- Advertisement -

Hvað í veröldinni kom fyrir Vinstri græn?

Gunnar Smári skrifar:

Þegar þetta viðtal er lesið kemur reyndar í ljós að VG er tilbúið að fórna öllu fyrir stjórnarsamstarf, stefnunni, Svandísi og hverjum sem er, nema forsætisráðherrastólnum hennar Katrínar.

Sósíalistaflokkurinn setti skattamál á dagskrá þessarar kosningabaráttu með tilboðinu: Skattleggjum hin ríku. Samfylkingin fylgdi á eftir með light-útgáfu um vægan auðlegðarskatt. Fyrir fram hefði maður haldið að VG fylgdi á eftir og gæfi í, en fyrir ekki svo löngu hélt Katrín Jakobsdóttir fyrirlestur um Thomas Piketty, sem einmitt hefur bent á að slíkir skattar séu grundvallaratriði ef forða eigi samfélaginu frá að breytist í barbarisma hinna ofsaríku.

En, nei. Katrín blæs á þetta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með mjög skrítnum rökum: „Hún segir ekki á stefnuskrá VG að taka upp stóreignaskatt líkt og Samfylkingin hefur haldið fram að eigi að gera. Ekki séu þær aðstæður uppi nú sem voru á árunum eftir bankahrun þegar auðlegðarskattur var tekinn upp. Ríkissjóður standi í raun vel.“

Auðlegarskattur er ekki aðeins til tekjuöflunar heldur til að vega upp á móti óréttlæti samfélagsins og óréttlæti skattkerfis nýfrjálshyggjuáranna þar sem hin auðugustu borga hlutfallslega minna til samfélagsins en hin fátækustu.

Það er magnað að þegar þetta réttlætismál kemst loks á dagskrá, kemst í gegnum þann múr sem auðvaldið og málpípur þess hafa reist í kringum umræðu um skattamál; að þá skuli formaður VG stimpla sig út. Hvað í veröldinni hefur hent þennan flokk eiginlega.

Þegar þetta viðtal er lesið kemur reyndar í ljós að VG er tilbúið að fórna öllu fyrir stjórnarsamstarf, stefnunni, Svandísi og hverjum sem er, nema forsætisráðherrastólnum hennar Katrínar. Katrín talar síðan vel um kvótakerfið sem þjóðin hatar, segir það umhverfisvænt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: