- Advertisement -

„Hver einasti sporður er horfinn af Akranesi“

Vilhjálmur Birgisson, Halga Thorberg, Ólafur Jónsson, Árni Múli Jónasson, Katrín Baldursdóttir og Sigurður Helgason.

„Hver einasti sporður er horfinn af Akranesi. Fólk missti lífsviðurværi sitt á einni nóttu,“ sagði Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi á vel sóttum kvótafundi sósíalista þar í bæ í gær.

Það var svo mikið fjör að fólk kepptist um að komast að. Mikil reiði í er í fólki út af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, og svo mikil að það sauð í fólki.

Gestir fundarins fönguðu vel tilboði Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda að brjóta Samherja niður bæði langsum og þversum og hin stórútgerðarfyritækin líka ásamt því að láta fara fram ýtarlega rannsókn á stórgerðarfyrirtækjum og starfsemi þeirra. Menn voru vissir um að þar kæmi fram mjög margt glæpsamlegt og að þar fengist óhemju mikið fjármagn sem ætti að vera í eigu almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: