- Advertisement -

Hvers á fiskverkafólk og sjómenn að gjalda?

Ástæðan er fyrst og fremst sú að fiskur er fluttur í meira magni óunninn úr landi.

Sigurjón Þórðarson alþingsimaður.

Sigurjón Þórðarson alþingismaður Flokks fólksins, skrifar:

Á köflum getur það verið hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra sem hafa nú tímabundinn rétt til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmann til eins árs í senn. Ef eitthvað á að hnika við kvótakerfinu á borð við að leyfa takmarkaðar strandveiðar eða að láta raunverðmæti afla ráð við ákvörðun á skattstofni veiðigjalda, en ekki eitthvað málamyndaverð, þá er strax hlaupið upp og haft í hótunum. Því er hótað að segja upp kjarasamningum, loka fiskvinnslum og uppsögnum. Hvernig er staðan?

Handhafar veiðiheimildanna hafa á síðasta áratug fækkað starfsfólki í fiskvinnslum gríðarlega á annað þúsund manns og lokað vinnslum m.a. á Seyðisfirði með skömmum fyrirvara. Alls ekki er það aðeins vegna tækninýjunga – alls ekki.

Ástæðan er fyrst og fremst sú að fiskur er fluttur í meira magni óunninn úr landi. Staðan nú er að þriðja hver ýsa er flutt óunnin úr landi, 2 karfar af hverjum 5 sem dregnir eru úr sjó og 7 af hverjum 10 steinbítum sem landað er fara beint óunnir úr landi. Það má reikna með að gert sé upp við sjómenn og hafnarsjóði á verði sem er langt undir raunvirði í framangreindum tegundum en samt er fiskurinn sendur óunninn úr landi og jafnvel seldur í gegnum skúffusölufélög.

Það er jafnvel gengið svo langt að haft er í hótunum um að eyðileggja hráefni, þ.e. að hætta að slægja þorsk og taka upp á þeirri nýbreytni að flytja hann óslægðan úr landi. Þessi viðbrögð undirstrika nauðsyn þess að aðskilja veiðar og vinnslu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: