- Advertisement -

Í einangrun í 3.366 daga

…er ekki hægt að greina nákvæmlega hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna…

„Hversu margir einstaklingar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem fól í sér einangrunarvist á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. janúar 2020 og hver var heildardagafjöldi einangrunarvistar einstaklinga í gæsluvarðhaldi á sama tímabili?“

Þannig spurði Helgi Hrafn Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir svaraði:

„Á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. janúar 2020 voru 357 einstaklingar úrskurðaðir í einangrun. Heildardagafjöldi einangrunar á þessu tímabili var 3.366 dagar.

Á framangreindu tímabili var einstaklingur 151 sinni í gæsluvarðhaldi í einangrunarvist sem varði lengur en eina viku.“

Helgi Hrafn spurði líka: „“Hversu oft var einstaklingur í gæsluvarðhaldi í einangrunarvist lengur en í eina viku á framangreindu tímabili?“

Ráðherra svaraði: „Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ríkisins og Dómstólasýslunni er ekki hægt að greina nákvæmlega hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, almannahagsmuna eða af öðrum ástæðum út frá þeim upplýsingum og kerfum sem þessar stofnanir búa yfir.

Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa verið oftar en einu sinni úrskurðaður í gæsluvarðhald sem felur í sér einangrunarvist á þessu tímabili, á ólíkum grundvelli, þ.e. á grundvelli rannsóknarhagsmuna, almannahagsmuna eða af öðrum ástæðum.     

Jafnframt getur sami einstaklingur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á mismunandi grundvelli, t.d. fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: