- Advertisement -

Íslenska liðið skuldar okkur ekkert

Júlíus Jónasson og Arnar Grétarsson ræða um afrek íslenska landsliðsins í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Þrátt fyrir tapið gegn  landsliði Nígeríu skuldar íslenska landsliðið þjóð sinni ekki neitt. Í áraraðir hefur liðið yfirstigið ótrúlegar hindranir með mikilli fórnfýsi og þrátt fyrir fyrsta ósigurinn í riðlakeppni í stærstu mótum veraldar er staða liðsins langtum betri en nokkurn Íslending gat dreymt um.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson er augljóslega með allra þýðingarmestu leikmönnum liðsins. Báðir eru að byrja að spila á ný eftir langvarandi meiðsli. Það tekur toll af þeim og liðinu. Við bætist að Jóhann Berg, sem er í hópi með Aroni og Gylfa, gat ekki verið með gegn Nígeríu. Það munar um minna.

Einn af þeim mönnum sem ég tek hvað mest mark á, þegar talað er um fótbolta, er Arnar Grétarsson. Hann er í viðtali við Moggann í dag og segir þar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nígería var ekki að gera neitt í fyrri hálfleik og mér fannst markið liggja í loftinu hjá okkur. Seinni hálfleikurinn fer af stað með miklum látum og við höfum oft spilað betur. Fyrra markið sem við fengum á okkur var í raun bara einstaklingsframtak á heimsmælikvarða, líkt og markið á móti Argentínu en þegar þú ert að spila á svona stóru sviði þá geta svona hlutir alltaf gerst. Það voru allir í liðinu að leggja sig 110% fram en að sama skapi voru of margir leikmenn sem áttu einfaldlega ekki sinn besta dag í gær. Það veit aldrei á gott þegar verið er að spila á heimsmeistaramótinu.“

Þetta er hárrétt. Ísland hefur áður unnið Króatíu. Því ekki á þriðjudaginn?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: