Kastaði Kristrún bensínbrúsa á gæðurnar
Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokki:
„…ég held að það sé betra að vera hér í sumar og ræða þessi mál sem eru ófullburða inni í þinginu og þarf að leiða til lykta. En það að vera brigslað um að vera málpípur fjögurra til sex fjölskyldna hér í landinu, að sjávarútvegssveitarfélögin, fullt af fyrirtækjum, minni hlutinn hér á þinginu, að við séum einhvers konar tuskudýr í höndunum á fjórum til sex fjölskyldum í landinu — og þetta kemur frá hæstvirtum forsætisráðherra. Þetta er ekki bara einhver maður úti í bæ sem er „ranta“ á internetinu. Þetta er eitthvað sem við ættum að láta sökkva inn, átta okkur á því að þessi málflutningur er ekki boðlegur. Hann er ekki boðlegur hér í þinginu og hvað þá hæstvirtur forsætisráðherra ef við ætlum að reyna að semja um eitthvað. Og þá kasta menn bensínbrúsa inn í einhverjar glæður. Til hvers er þetta gert?“