- Advertisement -

Kjarasamingar og Salek-samkomulagið eru undir

Vinnumarkaður Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, þar sem hún var spurð hvort hvorutveggja gildandi kjarasamningar og Salek-samkomulagið hangi á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra samþykki hraðari lækkun tryggingagjalds.

„Já,“ sagði Guðrún. „Það er það mikið undir.“

Að óbreyttu verða samingar lausir í febrúar?

„Já. Okkur finnst ósanngjarnt að við þurfum að bera þessar þyngri byrðar ein og ég vil minna á að þvert á það sem Bjarni heldur fram. Hann vísar ábyrgðinni yfir til okkar, að við höfum gert þessa samninga og þar af leiðandi hljótum við að sjá að það sé svigrúm innan okkar fyrirtækja til að hækka laun verulega. Þá vil ég minna á það að það var ekki hinn almenni markaður sem hóf þessa gríðarlegu launahækkanir hér á vormánuðum, heldur var það opinberi geirinn.  Það er algjörlega óásættanlegt að hið opinbera leiði kjaraviðræður.“

Má skilja þig þannig að ef Alþingi samþykkir fjárlög með þessum hætti, sé að það að ganga inn í öngstræti?

„Ég tel svo vera, já. Þá göngum við inn í mjög alvarlega stöðu.

Síðar í sama þætti aftók Bjarni að hraða lækkun tryggingagjalds og aftók rök aðila vinnumarkaðarins um samspil þarna á milli.

Meira um þetta síðar í dag. Svo virðist sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gangi gegn eigin baklandi, atvinnurekendum, Morgunblaðinu, launþegum og jafnvel fleirum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: