- Advertisement -

Kolbrún spyr en fær engin svör

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram nokkrar spurningar í lok ágúst. Henni hefur ekki verið svarað.

Hún skrifar:

„Þessar fyrirspurnir voru lagðar fyrir 30. ágúst en ekkert svar hefur fengist enn hjá Félagsbústöðum:

  1. a) Hversu margar íbúðir losnuðu hjá Félagsbúðstöðum á síðasta ári?
  2. b) Hver er ástæðan fyrir því að þær losna?
  3. c) Hversu langur tími líður að meðaltali frá því að íbúð losnar og þar til að hún er leigð út aftur?
  4. d) Hve margar íbúðir eru lausar núna (ágúst/september) hjá Félagsbústöðum
  5. e) Hvenær fara þær íbúðir sem eru lausar núna í útleigu?“

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: