- Advertisement -

Konráð lifir á prósentum

Konráð S. Guðjónsson, sem er hagfræðingur Viðskiptaráðs, segist lifa á prósentum.

„Þó að enginn lifi tæknilega séð á prósentum, þá er það engu að síður þannig að ef kaupmáttur einhvers eykst um 10% getur viðkomandi keypt 10% meira af öllu því sem hann eða hún keypti áður. Krónutöluhækkanir eru vissulega meiri hjá þeim sem eiga meira eða hafa meiri tekjur og slíkur samanburður getur verið gagnlegur. En ólíkt því sem oft er haldið fram er rangt að ójöfnuður sé að aukast við það eitt að þeir tekjuhæstu fái meiri hækkun í krónum talið, skrifar hann á ráðsins,“ skrifar hann á vef ráðsins.

Jón nær Gunnu á 24 árum

„Tökum dæmi: Jón er með 300 þús. kr. á mánuði og Gunna er með 900 þús. kr. Segjum að Jón hækki um 10% í tekjum á ári en Gunna um 5%. Gunna hækkar fyrst meira í krónum talið en á endanum þurrkast bilið út og eftir 24 ár er Jón kominn með hærri tekjur en Gunna og ójöfnuðurinn nær horfinn. Hægt er að gera ótal útfærslur af þessu dæmi en niðurstaðan er alltaf sú sama. Það er því stærðfræðileg staðreynd að jöfnuður eykst, ef hlutur þeirra í lægstu þrepunum vex hlutfallslega hraðar en þeirra í efri þrepunum. Um þetta er ekki hægt að deila.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: