- Advertisement -

Landsflokkurinn vill persónukjör en ekki stjórnmálaflokka

Fréttatilkynning frá Landsflokknum:

Landsflokkurinn verður með listabókstafinn L fyrir komandi kosningar 25 september 2021. Flokkurinn óskar hér með eftir fólki á kjörskrá af landinu öllu. Fyrir kosningarnar leggur Landsflokkurinn m.a. áherslu á 40 eftirfarandi kosningastefnumál sem að má sjá hér með því að ýta á hlekkinn hér að neðan. Hlaða niður kosningastefnuskrá; PDF: https://landsflokkurinn.org/wp-content/uploads/2021/03/landsflokkurinn.pdf

Við viljum láta verkin tala í nafni heiðarleika, jafnræðis og réttlætis vegna nauðsýnilegrar breytinga og velfarnaði í þjóðfélaginu. Saman getum við búið lýðræðið til betri vegar.

Landsflokkurinn vill leggja fram frumvarp um að sett verði ný lög á Alþingi íslendinga í lok kjörtímabils 2025 um að næstu- og framtíðarkosningar um að einstaklingar með kosningarstefnumál verði einungis kosnir á þing, en ekki stjórnmálaflokkar. Munu þá fulltrúar setjast á þing með þjóðarstefnumál sem að fá hvað mest fylgi almennings og eru réttkjörnir fyrir málefni sín. Við teljum að flokkspólitík eigi ekki við lítil lönd eins og Ísland, þar sem að hætta er á klíkuskap í opinberum geira sem er miður gott fyrir þjóðfélagið og getur sundrað þjóð sem heild. Við viljum að almenningur í landinu fái að kjósa um lögin í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þessarar stefnu þá verður engin skráning í Landsflokkinn. Fólk fer bara á kjörstað í haust og kýs flokkinn, án allra skuldbindinga. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Landsflokkurinn er stofnaður að hópi af fólki þann 20. mars á þessu ári, á sama sólarhring og byrjaði að gjósa á Reykjanesi. Flokkurinn fékk kennitölu þann 12. apríl 2021. Tilgangur félagsins er stjórnmálaflokkur sem bíður fram í alþingiskosningum á landinu öllu samkvæmt vinnuútgáfu af kosningastefnuskrá sem að liggur fyrir. Í stjórn Landsflokksins eru; Jóhann Sigmarsson formaður. Meðstjórnendur; Ksenija Sigmarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Glódís Gunnarsdóttir og Zoran Kokotovic.Varamenn; Hlynur Áskelsson, Margrét Ásta Guðmundsdóttir, Albert Albertsson, Ásberg Sigurðsson, Helga Rós Sveinsdóttir og Árni Ingólfsson.

Þeir sem að vilja bjóða sig fram í nafni Landsflokksins eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um sig og í hvaða kjördæmum af landinu þeir óska eftir að bjóða fram á netfangið; kjorskra@landsflokkurinn.is fyrir 25 ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Mattías Máni Erlingsson í farsíma 771-3093. Upplýsingar um kjördæmin er á hlekknum https://www.althingi.is/thingmenn/kjordaemi/um-kjordaemi/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: