- Advertisement -

Látum ekki flokkana á þingi stela stjórnmálunum og lýðræðinu

Gunnar Smári skrifar:

„Þetta er ótækt, þetta er lýðræðislegt og þetta er yfirgengileg frekja og yfirgangur.“

Landsflokkurinn, sem Jóhann Sigmarsson stofnaði í Kringlunni í vor, fékk höfnun þegar flokkurinn sótti um listabókstaf vegna nýrra laga sem stjórnmálaflokkarnir á þingi hafa sett og gerir það enn erfiðara fyrir fólk að bjóða fram. Flokkarnir á þingi hafa talið að 5% þröskuldurinn, næstum þrír milljarðar sem þeir taka úr ríkissjóði á kjörtímabili til að verja stöðu sína í umræðunni, fjöldi aðstoðarfólks á þingi sem breytist í kosningastjóra ári fyrir kosningar o.s.frv. dugi ekki til verja feng sinn, heldur hafa þau sett inn margar smáar hindranir í ný lög um stjórnmálaflokka. Flokkarnir vilja ekki að kjósendur velji hverjir eru á þingi. Þeir vilja fá að velja flokkana sem kjósendur fá að velja úr. Þetta er ótækt, þetta er lýðræðislegt og þetta er yfirgengileg frekja og yfirgangur. Hjálpið því Jóhanni og þeim í Landaflokknum ef þið getið og viljið, að komast yfir fyrstu hindrun; að fá úthluta listabókstaf. Leiðbeiningar um hvernig það er gert eru þarna í póstinum hér að neðan. Meðmæli með því að þau fái staf er ekki loforð um að kjósa flokkinn, aðeins um að Landaflokkurinn eigi rétt á að fá listabókstaf eins og VG og Sjálfstæðisflokkurinn, svo dæmi séu tekin. Látum ekki flokkana á þingi stela stjórnmálunum og lýðræðinu.

Það er magnaður andskoti, að þessir flokkar sem mynda það þing í okkar heimshluta sem nýtur minnsta traust sinnar þjóðar, skuli telja sig réttborna til valda, að annað fólk en það sem kraflað hefur sig upp til valda innan þessara flokka séu boðflennur innan stjórnmálanna, að það eitt sé hæft til að hafa áhrif á stjórn samfélagsins. Hvernig lentum við eiginlega í þessu, að fá þetta fólk yfir okkur?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: