- Advertisement -

Launasprengja hjá háttsettum

Vinnumarkaður Það er vitað að hér er launaskrið. Ofstinnis hefur komið fram í þættinum Sprengisandur, til að mynda í viðtöðum við Þorstein Víglíndsson, framvkæmdastjóra SA, Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ og Ólafíu B. Rafnsdóttur, formann VR, að aðeins lítill hópur fólks þiggur laun samkvæmt kjarasamningum og enn færri samkvæmt lægstu launatöxtum.

Það er hreinlega ætlast til þess að allur þorri launamanna semji persónulega um sín laun. Næstráðendur fyrirtækja eru greinilega góðir samningamenn, alla vega hvað varðar launahækkanir sér til handa, þar sem þeir hafa hækkað í launum um nærri fjörutíu prósent á einu ári. Frjáls verslun hefur birt lista yfir tekjur margra Íslendinga og á vef útgáfunnar segir meðal annars:

„Næstráðendur taka risastökk upp á við og hækka launatekjur tvö hundruð efstu í þeim flokki um 600 þús. kr. á mánuði og eru 2,2 milljónir kr. Þá er búið að sleppa næstráðendunum hjá Íslenskri erfðagreiningu sem skekkja þennan lista verulega. Með þá innanborðs í þessum útreikningum væri talan rúmar 2,6 milljónir kr. á mánuði og væri þessi hópur þar með sá tekjuhæsti – sem hlýtur að teljast harla óvenjulegt.“

Þetta er meðaltalið, sumir í hópnum hafa hækkað til muna meira, aðrir minna einsog gengur.

Frjáls verslun ber saman breytingar einstakra flokka milli ára, hér er sýnishorn:

Tekjublað                   2013          2014

Forstjórar                    2,3 mkr.      2,6 mkr.

Sjómenn                       2,5 mkr.      2,5 mkr.

Næstráðendur             1,6 mkr.      2,2 mkr.

Og hér eru meiri upplýsingar:

Tíu efstu í flokki forstjóra                   Í þús. kr.
Jakob Óskar Sigurðsson, forstj. Promens                11.496
Jón Guðmann Pétursson, fv. forstj. Hampiðjunnar   11.117
Guðbjörg Edda Eggertsd., fv. forstj. Actavis           10.402
Kári Stefánsson, forstj. Ísl. erfðagr.                           9.762
Valur Ragnarsson, forstj. Actavis á Íslandi               8.809
Rannveig Rist, forstj. Rio Tinto Alcan á Íslandi           6.279
Grímur Karl Sæmundsen, forstj. Bláa Lónsins           6.187
Finnur Árnason, forstj. Haga                                     5.183
Árni Oddur Þórðarson, forstj. Marels                         5.091
Árni Stefánsson, forstj. Húsasmiðjunnar                   5.058
Tíu efstu í fjármálafyrirtækjum
Jakob Már Ásmundsson, forstj. Straums                    7.200
Höskuldur H. Ólafsson, bankastj. Arion                      4.011
Hannes Frímann Hrólfsson, forstj. Virðingar              3.670
Sigurður Atli Jónsson, forstj. MP-banka                      3.531
Birna Einarsdóttir, bankastj. Íslandsb.                         3.406
Kristján Óskarsson, rekstrarhagfr.                             3.091
Tryggvi Björn Davíðsson, frkvstj. markaða Íslb.          2.999
Ragnhildur Geirsdóttir, frkvstj. rekstrarsv. Landsb.    2.959
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl., JP lögmenn          2.850
Haraldur Ingólfur Þórðarson, frkvstj. hjá Straumi        2.808

Tíu efstu í flokki næstráðenda
Kristján Vilhelmsson, frkvstj. útgerðasv. Samherja   17.725
Hákon Guðbjartsson, frkvstj. hjá Ísl. erfðagr.            14.119
Chung Tung Augustine Kong, Ísl. efðagr.                  13.969
Daníel Fannar Guðbjartsson, tölfr. Ísl. erfðagr.          13.817
Jóhann Hjartarson, hdl., Ísl. erfðagr.                          13.617
Unnur Þorsteinsd., forstm. hjá Ísl. erfðagr.                13.165
Gísli Másson, Ísl. erfðagr.                                           12.694
Þórir Haraldsson, hdl., Ísl. erfðagr.                              7.632
Guðmar Þorleifsson, Ísl. erfðagr.                                 6.829
Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstj. Marels             5.486

Þegar listinn yfir næstráðendur er skoðaður ber Krisján Vilhelmsson í Samherja höfuð og herðar yfir aðra, og síðam kemur hópur frá Íslenskri erfðagreiningu. Þessir fáu menn skýra eflaust þá ótrúlegu meðaltalshækkun sem varð hjá næstráðendum.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: