- Advertisement -

Lengjum við dauðann en ekki lífið?

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifaði:

Erum við bara að lengja dauðann en ekki lífið? Meðalævilengd karla hefur lengst um 10 ár á síðustu 50 árum. Hjá konum hefur meðalævilengdin lengst um 7 ár á síðustu 50 árum. Það er fróðlegt að karl sem er 85 ára í dag getur búist við að lifa í 6 ár í viðbót. 85 ára kona í dag getur búist við að lifa 7 ár í viðbót.

Það skiptir öllu máli að lífárin séu ekki einungis mörg, heldur einnig góð. Þegar við eldumst, ætti markmiðið ekki aðeins að vera að lengja lífið heldur að fylla það af tilgangi, tengslum og gleði. Því það er ekki líf að lifa ef dagarnir eru auðir og einveran þung.

Kannski erum við ekki að lengja lífið, heldur bara dauðann, ef við gleymum gæðunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Munum að fjöldi eldri borgara yfir 67 ára er að fara að aukast um 77% á næstu 25 árum, og flestir lesenda þessa texta verða í þeim hóp.

Á næstu 25 árum munu þeir sem eru 85 ára og eldri fjölga enn meira eða þrefaldast.

Erum við sem samfélag tilbúin í það? Svarið er nei. Þarf ekki að hefja undirbúninginn í dag en ekki á morgun?

Greinin birtist fyrst á Vísi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: