Hrafn Magnússon skrifaði:
„Í gærkvöldi var í þættinum „Fyrir alla muni“ fjallað um miðilsfundi og sálarrannsóknir og einkum um Láru miðil. Af þessu tilefni rifjaðist eftirfarandi upp.
Í september árið 1965 var Lára með svokallaðar skyggnilýsingar í Alþýðuhúsinu á Húsavīk. Ég ákvað að mæta enda hæg heimatökin þar sem ég var þá staddur á Húsavīk. Troðfullt var í salnum og mikil eftirvænting. Lára sá margt framliðið fólk í salnum, einkum auðvitað látna Þingeyinga. Ég man þó vel eftir einum manni sem Lára sá en aðir ekki. Það var hvorki meira né minna en Einar Jónsson myndhöggvari. Í minningunni var Einar mjög fyrirferðamikill á fundunum sem mér þótti dálítið sérkennilegt því Einar var frá Galtafelli í Hrunamannahreppi en ekki norðanmaður.
Í lok fundarins tilkynnti fundarstjóri að Lára mundi falla í trans, sem hún gerði. Mér þótti þessi samkunda nokkuð undarleg enda ég aðeins 22ára gamall og þekkti ekkert til miðilsfunda og skyggnilýsinga. Sem sagt ég hef séð Láru miðil falla í trans.Geri aðrir betur.“