- Advertisement -

Vantaði sexuna og sá besti á bekknum

Albert var metinn besti maður vallarins með 9,1 í einkunn. Skoraði tvö mörk. Yfirvegaður og sýndi okkur hversu góður hann er. Besti landsliðsmaður Íslands um þessar mundir.

Við vissum öll að vörnin er veikasti hlekkurinn í landsliðinu. Þar sem ég hef nánast ekkert vit á leikkerum, leyfi ég mér að þykjast hafa það. Fjögurra manna vörnin er ekki nóg. Því vantaði sexuna, eða réttara sagt djúpan mann á miðjunni, fyrir framan vörnina. Sá allra besti sem við höfum átt sat á bekknum allan leikinn. Auðvitað er ég að tala um Aron Einar Gunnarsson.

Hafi hann ekki þrek í heilan leik þá er það bara annað mál. Stefán Teirur hefði getað leyst hann af. Vörnin er upphafið og oft endirinn líka. Elías í markinu átti ekki góðan leik. Samt verður að virða það honum til vorkunnar að nokkur mörk andstæðinganna komu úr fríum skotum í vítateignum eða rétt fyrir framan hann. Sem sannar það sem ég skrifaði hér að ofan um Aron Einar.

Þriggja manna miðja þar sem Hákon og Ísak leika aðalhlutverkið. Og Jón Dagur verði með þeim í þriggja manna miðju. Okkar allra besti leikmaður; Albert leiki á milli miðju og sóknar og Andri Lucas Gudjohnsen er sjálfkjörinn sem fremsti maður. Meðan Orri Hrafn Óskarsson er meiddur er ekki spurning um að Andri er sá besti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér á eftir koma alþjóðlegar einkunnir íslensku leikmannanna:

Elías Ólafsson markvörður fær 3,6. Hvers vegna hann fær svo lága einkunn skýrist á eigin frammistöðu. Samt verður að virða það honum til vorkunnar að óvaldaðir leikmenn Úkraníu áttu býsna auðvelt með að koma góðum skotum á markið.

Guðlaugur Victor Pálsson hægri bakvörður fær 5,0. Aðeins Elías markvörður fær lægri einkunn en Guðlaugur Victor. Hann ber nánast alla ábyrgð á fyrsta marki Úkraínu.

Sverrir Ingi Ingason hægri miðvörður fær aðeins 5,8. Slakur leikur hjá Sverri, sem og allri vörninni.

Hann gaf á Albert í öðru marka hans. Fínasta samspil hjá þeim.

Daníel Leó Grétarsson vinstri miðvörður fær hæstu einkunn allra varnarmanna, eða 5,9. Sama á við hann og sagt var um Sverri hér að framan.

Mikael Egill Ellertsson vinstri bakvörður fær 5,3 í einkunn. Þrátt fyrir að hafa skorað fyrsta mark Íslands af harðfylgi. Svo slakur var hann í vörninni að markið sem hann skoraði dugar honum skammt.

Jón Dagur Þorsteinsson lék á hægri kanti, fékk 6,5 í einkunn. Með hans slakari leikjum.

Hákon Arnar Haraldsson lék á miðjunni. Hann fær 7,9 í einkunn. Hann átti eina fyrirgjöf sem skilaði marki og hljóp nánast úr sér garnirnar. Góður leikur.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék á miðjunni við hlið Hákonar. Ísak fær einnig 7,9. Duglegur og átti fyrirgjöf sem skilaði marki. Stóð sig vel.

Albert Guðmundsson sem var stillt upp sem vinstri útherja. Albert var metinn sem besti maður vallarins með 9,1 í einkunn. Skoraði tvö mörk. Yfirvegaður og sýndi okkur hversu góður hann er. Besti landsliðsmaður Íslands um þessar mundir.

Sævar Atli Magnússon framherji. Það fór lítið fyrir honum og hann fékk aðeins 6,4 í einkunn. Hefði mátt fórna honum fyrir Aron Einar eins og kom fram hér að ofan.

Andri Lucas Gudjohsen framherji. Átti fínan leik og hljóp mikið og barðist. Flottur leikur hjá honum. Hann gaf á Albert í öðru marka hans. Fínasta samspil hjá þeim.

Aðeins tveir varamenn fá einkunnir. Hinir spiluðu of lítinn hluta af leiknum:

Logi Tómasson fær 6,6 og Kristján Hlynsson fær 6,1.

Arnar Gunnlaugsson getur ekki fengið háa einkunn, segjum 6,0.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: