- Advertisement -

Líklega sjáum við alvarlegar afleiðingar þessarar bylgju á næstu dögum

Gunnar Smári:

Sú bylgja sem nú er að rísa er stærri en þessar bylgjur báðar, mögulega stærri en þær báðar til samans.

Hér er kalt reikningsdæmi. 7.428 hafa smitast á Íslandi af cóvid. Þar af eru 745 enn í einangrun. 6683 smituðust í fyrri bylgjum. Af þeim dóu 30 eða 0,45%, 99.55% dóu ekki. 55 voru lögð á gjörgæsludeild og ef við bætum þeim sem dóu við þá tölu eru það 85 eða 1,27% af þeim sem smituðust. 98,83% þurftu ekki að leggjast inn á gjörgæsludeild. 348 lögðust inn á sjúkrahús og ef við bætum þeim sem dóu við þá tölu eru það 378 eða 5,66% af þeim sem smituðust, 95,34% lögðust ekki inn á sjúkrahús.

Það er ekki svo óralangt frá þeim 97% sem sagt er að ekki muni veikjast alvarlega í þessari bylgju. Í morgun voru átta á spítala. Og í gærmorgun voru þau þrjú. Á einum sólarhring voru því fimm lögð inn. Ef fimm innlagnir í gær endurspegla fjölda skráðra smita fyrir 7-10 dögum, þann tíma sem tekur að fólk þrói með sér alvarleg einkenni, þegar smit voru 35 að meðaltali á dag þá eru það ekkert sérlega góð tíðindi. Fimm innlagnir hljóma ekki fáar í því samhengi. Við getum búist að fjöldi þeirra sem þurfa að leggjast inn eigi eftir að aukast mjög næstu daga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það veit svo sem enginn. Og kannski þarf bara þessi eini að leggjast inn á gjörgæslu og vonandi mun enginn af þeim sem fara á gjörgæslu deyja. Við getum vonast til að bóluefnin gefi vörn en eins að meðferðin sé nú reyndari og betri en áður eða þá að við séum bara svo heppin að þau sem leggjast inn séu hraust og á góðum aldri, að bylgjan hafi ekki enn krækt í fólk með viðkvæma heilsu. En ef vörnin sem bóluefnin veita halda manni fyrst og fremst frá sjúkrahúsinu, en eftir að þangað er komið sé maður svo til jafnsettur, þá er líklegra en ekki að við séum að fara að sjá alvarlegar afleiðingar þessarar bylgju á næstu dögum.

…er næstum helmingslíkur á að einn af þeim deyi…

Í fyrri bylgjum voru 5,66% líkur á að þú endaðir á spítala. Ef þú fórst þangað voru 22,5% líkur á að þú færir á gjörgæslu. Og ef þú fórst þangað voru 35,3% líkur á að þú lifðir það ekki af. Af þeim sem fóru á spítala voru það því 7,9% sem dóu. Ef þessi hlutföll gilda enn þá má reikna með einn af hverjum þrettán sem fara á spítala vegna cóvid deyi af völdum sjúkdómsins. Ef það eru átta inniliggjandi núna er næstum helmingslíkur á að einn af þeim deyi, sé miðað við reynsluna af fyrri bylgjum. Ég endurtek, það má vera að bóluefnin breyti þessum líkindum.

Í fyrstu bylgju cóvid dóu tíu á Íslandi. Í haust- og vetrarbylgjunum, eftir að dregið var aftur úr sóttvörnum á landamærunum, dóu 20. Sú bylgja sem nú er að rísa er stærri en þessar bylgjur báðar, mögulega stærri en þær báðar til samans. Þótt hlutfall þeirra sem veikjast alvarlega verði eitthvað lægra, 3% í stað næstum 6%, þá er staðan eftir sem áður alvarleg. Það má vera að staðan lagist skyndilega. En það má líka vera að svo verði ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: