- Advertisement -

Lögreglan og lögreglumálaráðherrann

Viðhorf Án þess að hafa lesið það sem DV skrifar nú um lekamálið, Hönnu Birnu og Stefán Eiríksson, sýnist mér tvennt koma til greina í framhaldinu. Hafi DV á réttu að standa, segir Hanna Birna af sér. Hafi DV á rönu að standa, segir Reynir Traustason af sér. Það er starf undir í málinu. Starf Hönnu Birnu eða Reynis.

Svo las ég á einum stað, að það eitt að lögreglumálaráðherra hafi afskipti af lögreglurannsókn sé nóg, sama hver rannsóknin er. Það kalli á afsögn.

Rifjast þá upp blaðamannafundur vegna Pólstjörnumálsins. Það sátu á háborði Haraldur ríkislögreglustjóri, og ef ég man rétt Stefán Eiríksson lögreglustjóri Reykvíkinga, og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Þetta var magnað mál. Skútu var siglt yfir hafið og til Fáskrúðsfjarðar þar sem brotamennirnir gengu í skipulagða gildri yfirvaldsins.

Á blaðamannafundinum var mikið spurt. Fáar eða engar spurningar komu til Haraldar. Svo kom að í óspurðum fréttum tilkynnti hann að hann hefði á öllum stigum rannsóknar málsins, sem stóð lengi yfir, upplýsti dómsmálaráðherrann, Björn Bjarnason, um gang mála.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta fannst mér einstök yfirlýsing og vaknar þá spurningin, hvort sú sé venjan, það er að lögreglumálaráðherra sé ávallt upplýstur um lögreglurannsóknir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: