„…ætla ég að snúa mér að öðru og spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún sé tilbúin til að birta og afla gagna um hverjir nota velferðarkerfið, eins og verið er að gera í Danmörku, til að reyna að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu,“ sagði Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokki þegar hún spurði Ingi Sæland félagsmálaráðherra á Alþingi á fimmtudaginn í síðustu viku.
Inga Sæland svaraði og létti áhyggjum af herðum Nönnu Margrétar:
„Já, það er alvarlegt mál þegar er kannski, eins og við vitum — það er grafalvarlegt mál þegar einstaklingar misnota velferðarkerfið okkar. Þannig að í bæði Vinnumálastofnun og innan veggja míns ráðuneytis er verið að hagræða afskaplega mikið hvað lýtur að t.d. Atvinnuleysistryggingasjóði og fleiri kerfum. Þannig að já, það standa vonir til þess að við eigum eftir að ná betur utan um og hafa heildstæðari yfirsýn yfir raunverulega stöðu í velferðarmálunum okkar, velferðarkerfunum okkar, þannig að við getum brugðist við sem best gerist. Háttvirtur þingmaður vísar til Danmerkur og það er nú svolítið annað þar uppi á teningnum. Það eru ekki sömu reiknireglur sem þeir voru að birta í Danmörku eins og við erum með hér. Það liggur náttúrlega algerlega fyrir og vísar í allt annað en háttvirtur þingmaður er að tala um.