- Advertisement -

Má bjóða þér að fjárfesta í Icelandair?

Hvað ætli lífeyrissjóðirnir hafi tapað miklu á fjárfestingum í Icelandair? Eiga þeir að fjárfesta meira í fyrirtækinu? Og það með sömu stjórnendur þar og nú eru? Má bjóða þér að fjárfesta í Icelandair? Að leggja peninga eigin fjölskyldu í fyrirtækið? Ég hélt ekki.

Halldór Benjamín Þorbergsson, Davíð Oddsson og fleiri í þjónustu andstæðinga almennings fagna sigri yfir flugfreyjum. Það gerir einnig Katrín Jakobsdóttir. Farin er af stað leiftursókn gegn lífskjörum. Ráðist verður á verkalýðsfélögin.

Í kapphlaupum eru hérar notaðir til að auka hraða keppenda. Það er einnig gert nú. Hérinn heitir Davíð Oddsson. Hann er látinn mæla hversu langt er hægt að ganga. Í fyrstu lotu að niðurbrotið samstöðu launafólks. Í Mogga dagsins skrifa Davíð:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hérinn: „Staðreynd­in er sú.“

„Staðreynd­in er sú, sem oft gleym­ist í umræðum um kjara­deil­ur, að á Íslandi rík­ir fé­laga­frelsi. Það fel­ur ekki aðeins í sér rétt fólks til að stofna og starf­rækja fé­lög, held­ur einnig til að standa utan fé­laga eða vita­skuld að ganga úr fé­lög­um og stofna ný. Þá gleym­ist oft að á Íslandi er afar hátt hlut­fall fólks í verka­lýðsfé­lög­um, miklu hærra hlut­fall en geng­ur og ger­ist í flest­um þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við og þar með í flest­um þeim lönd­um sem búa við hvað mesta hag­sæld og vel­ferð.“

Augljóst er hvert planið er. Byrjað var á kvennastétt og þar náðist fullnaðarsigur. Næstu skref verða dýpri, alvarlegri og miskunnarlausari. Það stendur vel á. Í landinu er þannig ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem er ekki hraðahindrun á nýhafinni vegferð. Þvert á móti.

Skipuleggjendurnir á Reykjavíkurflugvelli, í Stjórnarráðshúsinu, í Borgartúni 35 og þjónninn í Hádegismóum eru eðlilega sigri hrósandi. Eina sem við getum gert er að neita að fjárfesta í einu vonlausasta fyrirtæki landsins. Ekki má koma til greina að lífeyrissparnaði okkar verði hent á gleðibál milljónafólksins.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: