María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona skrifaði:
Facebook Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér vegna ummæla fyrrum borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, í Spursmálum um daginn. Þar segir hann að í Kastljósþætti sem ég vann í fyrravor, um samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin um umbreytingu bensínstöðvarlóða hafi verið „dylgjur um lögbrot, að borgarfulltrúar hafi verið í myrkrinu og upphafleg gögn hafi verið óskýr.“ Fyrrum borgarstjóri segir að þetta hafi allt verið hrakið í skýrslu Innri endurskoðunar sem nú hefur verið birt en umfjöllunin í Kastljósi leiddi til þess að ráðist var í endurskoðunina.
Í skýrslunni er bent á 12 tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þær snúa einmitt að þeim atriðum sem fyrrum borgarstjóri nefnir og Innri endurskoðun telur brýnt að bæta úr. Hér er hlekkur á umfjöllunina i Kastljósi og tillögur Innri endurskoðunar.
Fyrirsögnin er Miðjunnar.

