- Advertisement -

Með og á móti Vigdísi

Alþingi Þingmenn tókust á um ágæti Vigdísar Hauksdóttur við upphaf þingfundar í dag.

„Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti. Það er grundvallaratriði að þeir trúnaðarmenn sem við höfum falið rekstur Landspítalans geti komið hér með upplýsingar, reitt þær fram og þær sé hægt að ræða á málefnalegan hátt, jafnvel þótt skiptar skoðanir geti verið um upplýsingarnar. En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan og niður í þetta, ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

HH ÁSE SS„Ég vil auk þess að það komi fram á þingfundinum að þessi uppákoma á fundi fjárlaganefndar á föstudaginn var og eftirmálinn, m.a. í þættinum Sprengisandi nú um helgina þar sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir talaði um andlegt ofbeldi, var fundarefni áðan á fundi þingflokksformanna. Þar gerðu þingflokksformenn, sú sem hér stendur og hváttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar, athugasemdir við framkomu þingmannsins. Við teljum hana fyrir neðan allar hellur og óskum jafnframt eindregið eftir því að forseti taki á málinu með einhverjum þeim hætti að viðunandi sér þar sem um er að ræða virðingu þingsins alls sem setur niður svo eftir er tekið þegar þau orð eru viðhöfð sem hér er vísað í. Ég óska eftir því að hæstv. forseti bregðist við hið fyrsta,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinsgtri grænna.

Ásmundur Einar Daðason, þingflokkkformaður Framsóknarflokksins, kom flokksystur sinni tik varnar. „Það er þess vegna mikið fagnaðarefni að þessari ríkisstjórn hafi tekist að auka fjárframlög til heilbrigðismála allverulega og það undir forustu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur sem formanns fjárlaganefndar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég verð að segja það, af því að hér var tekin upp umræða um háttvirtn þingmann Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, að það er eitt sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar,  á skilið. Það er það að hún hefur ávallt verið tilbúin til þess að forgangsraða í ríkisfjármálum með heilbrigðisþjónustu að leiðarljósi. Og það hefur verið gert af þessari ríkisstjórn og verður gert áfram í tíð hennar og þess sér meðal annars stað í fjárlögum þessa árs og það fáum við að sjá áfram út þetta kjörtímabil.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: