- Advertisement -

Meira en fimm þúsund á dag

Fléttingar á Miðjunni á árinu í fyrra, 2019, voru hátt í nítján hundruð þúsund. Þrátt fyrir ágætt gengi þar er staðan samt sú að vefurinn aflar varla tekna til að standa undir eigin rekstri. Hann hefur aldrei náð að borga laun. Aldrei.

Eitt dæmi. Fyrir fáum vikum var gerð árás á vefinn. Það tókst að endurvinna það sem var skemmt. Kostnaðurinn af því var meiri en sem nam tveggja mánaða veltu. Þetta er raunveruleikinn. Ekkert upp úr þessu að hafa. Eða hvað?

Jú, það er eitt og annað upp úr þessu að hafa. Ekki fjárhagslega. En það er gaman þegar fólk hefur samband. Það er gaman að sjá hversu margir lesa vefinn og ekki síst hversu lengi þeir staldra við á Miðjunni hverju sinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sennilega verður árið 2020 ár breytinga. Mig langar að breyta Miðjunni. Það mun taka tíma en verður vonandi að veruleika í vor. Mig dreymir um að gera Miðjuna að minnstu úrvarpstöðinni. Ekki í heiminum. En kannski á Íslandi. 

Ekki má gleyma að nefna það öndvegis fólk sem leyfir Miðjunni að birta sín fínu skrif. Þau eru öll mikils virði. Takk fyrir.

Ef hugsanir mínar ganga eftir verður nýtt „útvarpsefni“ nánast daglega á Miðjunni. Hluti þess efnis verður síðan á hlaðvarpsveitum. Hvað peningahliðina varðar er engu að tapa.

Allt til þessa var ég þeirrar skoðunar að fjölmiðill eins og Miðjan ætti ekkert tilkall til ríkisstyrks. En hvers vegna ekki? Miðjan gengur ekki erinda nokkurs. Er rekin af blaðamanni til áratuga.

Stærstu fjölmiðlar landsins eru ofursettir eigendum sínum og bera þess merki. Á að styrkja þá frekar en hina smáu?

Ég vil ekki kvarta. Enda engin ástæða til. Nú er tilefni til að þakka fyrir lesturinn á árinu 2019. Á eins manns ritstjórn Miðjunnar stefnir hugurinn upp á við á árinu 2020.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: