- Advertisement -

Meirihlutinn: Ekki benda á mig

Ráðhúsið / „Frístundakortið er aðeins hægt að nota í námskeið sem vara í 20 vikur. Þetta er ótækt þar sem sumarnámskeið eru eðli málsins samkvæmt mun styttri. Ekki allir foreldrar hafa efni á að borga fyrir sumarnámskeið,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. 
„Ég lagði fram tillögu í borgarráði um að stýrihópur sem endurskoðar reglur um frístundakort og sem einnig sem endurskoðar reglur um dýrahald drífi sig í að skila niðurstöðum. Sérstaklega finnst mér liggja á að sjá hvort tekið hefði verið mark á tillögu Flokks fólksins um að hægt væri að nota frístundakortið á hin ýmsu sumarnámskeið. Tillögunni var vísað frá.“

Hér hún, afgreiðsla hennar og bókanir:

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu að stýrihópar skili af sér fyrir sumarfrí. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að stýrihópar sem stefndu að því að skila af sér niðurstöðum fyrir sumarið en hafa ekki gert það, geri það hið fyrsta.

Tillaga Flokks fólksins að stýrihópar skili af sér fyrir sumarfrí. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að stýrihópar sem stefndu að því að skila af sér niðurstöðum fyrir sumarið en hafa ekki gert það, geri það hið fyrsta. Það er ótækt að vinna stýrihópa tefjist fram á haustið og mun slík töf geta haft áhrif á marga. Enn bólar sem dæmi ekkert á niðurstöðum starfshóps sem endurskoðar reglur um dýrahald en til stóð að hann lyki störfum á vordögum. Í gangi er einnig starfshópur „um frístundakort“ en ekki er vitað um framvindu þeirrar vinnu. Sá hópur átti m.a. að endurskoða reglur um frístundakort. Bundnar voru vonir við að börnum gæfist kostur á að nýta frístundakortið til þátttöku í sumarnámskeiðum sem nú eru í algleymingi. En reglan um að námskeið þurfi að vara í 20 vikur til að hægt sé að nota frístundakort hindrar það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ekki hlutverk borgarráðs…

Tillögunni er vísað frá.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Starfshópar þeir sem nefndir eru í tillögunni þ.e. vegna dýrahalds annars vegar og frístundakort hins vegar, starfa á ábyrgð viðkomandi fagráða. Það er ekki hlutverk borgarráðs að ákveða skil þeirra hópa enda liggja engar upplýsingar fyrir í borgarráði um stöðu þeirrar vinnu né áætluð skil.

Gagnbókun Flokks fólksins:

Stýrihópar virðast hafa sjálfdæmi um hvenær þeir skila af sér vinnu og er það miður. Flokkur fólksins veit ekki hver í borginni hefur með það að gera að kalla eftir niðurstöðum stýrihópa. Það er t.d. miður að stýrihópur um endurskoðun frístundakorts skildi ekki hafa lokið störfum og verður það til þess mörg börn geta ekki notað frístundakortið í sumarnámskeið eins og vonast var til að þau gætu eftir endurskoðunina.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: