- Advertisement -

Meirihlutinn gerði mitt mál að sínu

Ég er svo leið yfir þessu að ég skrifaði Skúla formanni skóla- og frístundaráðs og sagði honum hvernig mér liði með þetta.

Kolbrún Baldursdóttir skrifar:

Ég er ósátt við verklagið í borginni þegar kemur að þeim tillögum sem ég legg fram og sem eru meirihlutanum þóknanlegar. Á fundi skóla- og frístundaráðs 12. maí var tillaga mín lögð fram um; „Að kerfisbundið verði farið yfir viðbrögð grunnskóla gagnvart einelti“. Meirihlutinn kom með breytingartillögu sem var orðrétt eins nema örlítið styttri í endann og með því að koma með breytingatillögu gera þau mína tillögu að sinni tillögu.

Hér hefði verið lag til einingar og samvinnu eða í það minnsta leggja til að Flokkur fólksins væri með í breytingartillögunni sem væri þá lögð fram í nafni okkar allra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það hefði verið mér alveg að meinalausu.

Ég er svo leið yfir þessu að ég skrifaði Skúla formanni skóla- og frístundaráðs og sagði honum hvernig mér liði með þetta og jafnframt að í morgun lagði ég fram tillögu í borgarráði um; „Breytt verklag á meðferð og afgreiðslu tillagna frá minnihluta til að koma í veg fyrir höfnun tillagna minnihlutans sem síðan eru lagðar fram í nafni meirihlutans eingöngu.“

Í borgarráði var þessi tillaga um breytt verklag felld í hvelli.

Hér neðar má sjá mína tillögu og breytingartillöguna sem ekki er lengur mín þótt hún sé sú sama nema aðeins stytt. Meirihlutinn í skólaráði hefði vel getað samþykkt hana og gert á henni smávægilegar breytingar í framhaldinu teldu þau þess þörf. Það hefði verið mér alveg að meinalausu að gera einhverjar orðalagsbreytingar eftir atvikum.

Tillaga Flokks fólksins:

Flokkur fólksins leggur til að farið verði kerfisbundið yfir viðbrögð grunnskóla Reykjavíkur gagnvart einelti með það að markmiði að kanna a) hvernig skólar sinna forvörnum og b) hver viðbrögð skólanna eru komi kvörtun um einelti. Markmiðið með kerfisbundinni yfirferð sem þessari er einnig að samræma hvoru tveggja eftir því sem þurfa þykir þannig að allir skólar standi nokkurn veginn jafnfætis bæði hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Flokkur fólksins leggur til að athugað verði sérstaklega hvort skólar í Reykjavík hafi þau verkfæri tiltæk og aðferðir, bæði almenn og sértæk til að geta tekið á móti og unnið með kvörtunarmál um einelti af öllum stærðargráðum með faglegum og skilvirkum hætti. Lagt er til að kannað verði sérstaklega: Er tilkynningareyðublað á heimasíðu? Er viðbragðsáætlun á heimasíðu? Er lýsing á úrvinnslu ferli kvörtunarmála aðgengileg á heimasíðu? Er upplýsingar á heimasíðu skólans hverjir sitja í eineltisteymi skólans? Er skýrt á heimasíðu hverjir taka við eineltiskvörtunum?

Breytingartillaga skóla- og frístundaráðs:

Skóla- og frístundaráð leggur til að farið verði kerfisbundið yfir ferla grunnskóla Reykjavíkur gagnvart einelti með það að markmiði að kanna hvernig skólar sinna forvörnum og hver viðbrögð skólanna eru komi kvörtun um einelti. Markmiðið er að tryggja samræmt verklag svo allir skólar standi nokkurn veginn jafnfætis varðandi forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnslu. Lagt er til að athugað verði hvort skólar í Reykjavík hafi þau verkfæri og aðferðir til að geta tekið á móti og unnið með eineltismál með faglegum og skilvirkum hætti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: