- Advertisement -

„Meirihlutinn kýs að vera í stríði við allt og alla“

Vigdís Hauksdóttir:

Rétt í þessu var tillaga mín um að fallið yrði frá lokunum í miðbænum felld – hér er bókun mín í málinu:

„Það er öllum nóg boðið í lokunaráráttu borgarstjóra og meirihlutans. Allar tillögur um að hafa miðbæinn opinn fyrir bílaumferð er hafnað.
Til að ögra sem mest var akstursstefnu breytt á Laugarveginum. Mikið ákall er frá rekstraraðilum og íbúa að falla frá þeirri ákvörðun. Ekkert er hlustað. Glerhúsið sem borgarstjóri og meirihlutinn býr í er orðið mjög stórt og bergmálið þar inni algjört. Meirihlutinn kýs að vera í stríði við allt og alla.

Það er grafalvarlegt mál hvernig borgarstjóri og meirihlutinn lokar miðbæ Reykjavíkur fyrir stórum hluta landsmanna sem verða að hafa greiðan aðgang að stjórnsýsluhúsum ríkisins. Það kom fram í máli borgarfulltrúa Viðreisnar að meirihlutinn hafi verið kosinn til að breyta samfélaginu. Hver gaf leyfi fyrir því að meirihlutinn, sem er minnihluti, samkvæmt úrslitum kosninga breyti samfélaginu okkar. Firringin og mikilmennskan er algjör.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: