- Advertisement -

Milljarða lægri tekjur af mengunarsköttum

Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem þar sem gert er ráð fyrir losunargjald lækki um þriðjung hvert tonn, verði 892 krónur en er nú 1.338 krónur.

Ástæða lækkunarinnar er skýrð svona í umsögn með frumvarpinu: „ Í lögunum er tilgreint að gjald fyrir hvert tonn losunar skuli jafngilda meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. ágúst árið áður en hin gjaldskylda losun á sér stað og skal það ákveðið með lögum. Jafnframt er kveðið á um að gjaldið skuli renna í ríkissjóð.“

Og þar segir einnig:  „Í frumvarpinu er lagt til að gjaldið fyrir árið 2014 verði 892 kr. Er það miðað við meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Gjaldið er reiknað út af KPMG ehf., en fyrirtækið var fengið til að útbúa skýrslu um meðalverð á tímabilinu. Fyrirtækin sem gjaldskyldan nær til fá úthlutað losunarheimildum og gjaldið er lagt á hvert tonn losunar umfram heimildir. Umhverfisstofnun skal skila skýrslu um magn gjaldskyldrar losunar til viðkomandi innheimtumanns fyrir 31. maí ár hvert vegna almanaksársins á undan. Þrjár fiskmjölsverksmiðjur og Steinullarverksmiðjan greiða losunargjaldið skv. 14. gr. en gera má ráð fyrir að á næstu árum muni fiskmjölsverksmiðjur rafvæðast í auknum mæli sem mun hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs af gjaldinu. Áætlað er að gjaldskyld losun umfram heimildir verði 5.000–6.000 tonn af koldíoxíð árið 2014 sem koma mun til greiðslu á árinu 2015. Því má ætla að gjaldið gæti skilað um 5 m.kr. í tekjur fyrir ríkissjóð árið 2015, sem er tæplega 2,5 m.kr. lægra en ef miðað er við óbreytt gjald.“

 

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: