- Advertisement -

MOGGIN ANDMÆLIR VEGGJÖLDUM

Þetta eru hörð mótmæli gegn fyrirætlunum Jóns Gunnarssonar og fleiri Sjálfstæðismanna.

Árni Gunnarsson skrifar:
Í leiðara Morgunblaðsins í morgun er tekin hörð afstaða GEGN fyrirhuguðum veggjöldum. Blaðið hefur jafnan lýst stuðningi við núráðandi ríkisstjórn, en í morgun andmælir blaðið mjög ákveðið þeim veggjöldum, sem ríkisstjórnin hyggst leggja á landsmenn. Blaðið snýst öndvert við hugmyndum Jóns Gunnarssonar, sem hefur verið einn skeleggasti talsmaður Sjálfstæðisflokksins og hugmyndasmiður við öflun nýrra tekna til vegaframkvæmda. Mogginn bendir á þá staðreynd, að á síðasta ári hafi tekjur ríkisins af skattlagningu bíla og eldsneytis numið liðlega 45 milljörðum króna. Hins vegar hafi sá hluti framlaga til Vegagerðarinnar, sem rann beint til vegamála í fyrra verið aðeins rúmur helmingur þessarar fjárhæðar, eða 28,6 milljarðar króna.

Síðan segir blaðið: „Ef rökin með veggjöldum eru þau, að notendur vega eigi að borga fyrir þá, er full ástæða til að spyrja hvers vegna ekki er hægt að nota þá peninga, sem þeir láta þegar af hendi rakna í fjárhirslur ríkisins, frekar en að búa til nýjar álögur. Ekki má gleyma því, að veggjöldum fylgir ærinn kostnaður…..Þá er það skrítin bábilja að rukka þurfi vegfarendur sérstaklega um lagningu vega og smíði brúa. Uppihald heilbrigðiskerfisins er ekki einskorðað við sjúklinga. Það er hluti samneyslu. Er ekki rétt að staldra við áður en lengra er haldið í vegamálinu og velta því fyrir sér frá öllum hliðum.“

Þetta eru hörð mótmæli gegn fyrirætlunum Jóns Gunnarssonar og fleiri Sjálfstæðismanna og beinast einnig gegn ráðherra Framsóknarflokksins, sem hefur gengið hart fram í umræðunni um veggjöld. Hér virðist opinberast ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins um þennan nýja skatt á bifreiðareigendur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: