- Advertisement -

Mogginn jarðar Guðrúnu formann

Þolinmæði Moggans er á þrotum. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, veldur sýnilega miklum vonbrigðum. Í Mogganum í gær skrifar Andrés Magnússon grein um vonbrigðina. Ekki fer á milli mála að á Mogganum er enga þolinmæði að finna.

„Hrifn­ing­in með nýja for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins er mjög hóf­leg sam­kvæmt skoðana­könn­un Maskínu, aðeins 19% telja að hún hafi staðið sig vel, en í hópi stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins telja hins veg­ar 59% að hún hafi staðið sig vel.

Þegar litið er til allra svara í könn­un­inni er niðurstaðan mjög dræm. Meiri­hlut­inn eða 53% tel­ur að hin nýja flokks­for­ysta und­ir for­mennsku Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur hafi bein­lín­is staðið sig illa, 28% að hún hafi verið í meðallagi, en 19% vel sem fyrr seg­ir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er þó ekki svo að þau 19% séu öll hæst­ánægð…“

„Könn­un­in var gerð fyr­ir hlaðvarpið Komið gott! í um­sjón þeirra Ólaf­ar Skafta­dótt­ur og Krist­ín­ar Gunn­ars­dótt­ur. Það að spyrja um for­yst­una rím­ar vel við yf­ir­lýsta rit­stjórn­ar­stefnu hlaðvarps­ins, að horfa frek­ar á mann­inn en mál­efn­in.

Þegar litið er til heild­arniðurstaðna verður þó að taka með í reikn­ing­inn að stuðnings­menn ann­ara flokka eru ólík­leg­ir til þess að lýsa ánægju með frammistöðu sjálf­stæðismanna, en sam­kvæmt könn­un Maskínu er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nú einnig með 19% fylgi,“ segir í Mogganum.

Og áfram: „Það er þó ekki svo að þau 19% séu öll hæst­ánægð með frammistöðu flokks­for­yst­unn­ar. 59% stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins telja hana góða, en 28% að hún sé aðeins í meðallagi. Hins veg­ar telja 13% að for­yst­an hafi bein­lín­is staðið sig illa.

Það hlýt­ur að telj­ast dræm niðurstaða fyr­ir Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, þó skammt sé liðið af for­mannstíð henn­ar.

Í þessu sam­hengi hlýt­ur fylgi flokks­ins á landsvísu einnig að vekja áhyggj­ur. Það nam sem fyrr seg­ir 19%, sem er ná­kvæm­lega hið sama og flokk­ur­inn fékk í alþing­is­kosn­ing­um í lok nóv­em­ber á liðnu ári. Það er minnsta fylgi, sem flokk­ur­inn hef­ur fengið og var ein ástæða þess að Bjarni Bene­dikts­son ákvað að draga sig í hlé og hleypa nýrri for­ystu að.

Miðað við fylg­is­mæl­ing­ar síðan hef­ur fylgið ekk­ert hreyfst, en það var ein­mitt höfuðmark­mið Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur í for­manns­fram­boði henn­ar, að hún vildi breikka skír­skot­un flokks­ins og auka fylgið í átt til 30-40% líkt og tíðkaðist fyrr á árum.“

„…með 50,11% at­kvæða svo naum­ara gat það vart orðið…“

Áfram með Moggann: „Guðrún Haf­steins­dótt­ir var kjör­in formaður á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í byrj­un mars með 50,11% at­kvæða svo naum­ara gat það vart orðið og ljóst að nýr formaður hefði verk að vinna til að sætta ólík sjón­ar­mið í flokkn­um og leiða stjórn­ar­and­stöðuna af þrótti.

Það átti ekki síst við í ljósi þess að Guðrún hafði í kosn­inga­bar­áttu sinni lagt mikla áherslu á að flokk­ur­inn hefði af ein­hverj­um ástæðum ekki náð fyrra fylg­is­flugi, held­ur hefði leiðin þvert á móti jafnt og þétt legið niður á við. Í því skyni vildi hún hefja göm­ul gildi flokks­ins til vegs og virðing­ar, nefndi „stétt með stétt“ og hvernig flokk­ur­inn þyrfti að vera breiðfylk­ing, óháð bú­setu, efna­hag eða kyn­ferði.

Jafn­framt nefndi Guðrún sér­stak­lega að fella yrði niður gaml­ar kryt­ur í flokkn­um og ít­rekaði að sjálf til­heyrði hún engri fylk­ingu í hon­um. Það flækti hins veg­ar mál­in að fylg­is­menn Guðlaugs Þórs Þórðars­son­ar, „Gull­arn­ir“ svo­nefndu, skipuðu sér órofa að baki henni, og sum­ir þeirra gengu mjög hart fram í að velja „rétta“ full­trúa á lands­fund. Óánægja vegna þess minnkaði ekki þegar ljóst var að hún hefði náð sigri með ör­fá­um at­kvæðum.

Það kann að skýra að ein­hverju leyti hvers vegna ánægja stuðnings­manna með for­yst­una er jafnd­ræm og raun ber vitni, að þar hafi formaður­inn enn verk að vinna til þess að ávinna sér traust allra flokks­manna – líka þeirra sem ekki kusu Guðrúnu – enda ekki liðnir þrír mánuðir frá því hún tók við for­mennsku.

Eins er rétt að nefna að Guðrún fór í leyfi til út­landa um það leyti sem veiðigjalda­frum­varpið kom inn á Alþingi og hef­ur því ekki verið áber­andi í póli­tískri umræðu, ein­mitt þegar hún hef­ur risið hæst í byrj­un nýs kjör­tíma­bils. Það hef­ur ör­ugg­lega haft sitt að segja þegar könn­un­in var gerð um miðjan þenn­an mánuð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: