
Haukur Arnþórsson stjórnsslýrslufræðingur skrifaði:
Einkennilegt er að sjá 9 þingmenn Sjálfstæðisflokksins krefjast skýrslu þar sem athugunarefnið yrði embættisfærslur Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra – hvað varðar meðferð launakostnaðar. Auðvitað er ég ánægður því ég tel að veita þurfi opinberu valdi aðhald, hverjir sem eru við stjórnvölinn. Gott að sjá menn komna út úr pólitísku skotgröfunum, því illt er í efni ef Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á verðbólgu.
Ég veit ekki hvort kostnaðurinn við styttingu vinnuvikunnar varð meiri en til stóð. Hins vegar veit ég að í upphafi þess máls var talið að hann yrði lítill. Öll þjónusta myndi einfaldlega minnka (opnunartímar styttast), en aukinn kostnaður yrði þar sem vaktir væru staðnar. Ég myndi trúa því að kostnaður hefði aukist umfram áætlanir, t.d. við yfirvinnu – en það liggur ekki fyrir.