Katrín Jakobsdóttir skrifaði:
Það var áhugavert að taka þátt í sjálfbærnivikunni í Abu Dhabi nú á dögunum. Þar tóku þátt vísindamenn frá ólíkum heimshornum og rætt var um freðhvolfið og loftslagsbreytingar. Ísinn er að bráðna – á Norðurskautinu, Suðurskautinu, Himalaya-fjöllum og í túndrunni. Það skiptir máli að þjóðir heims bregðist við þeirri þróun Við Ólafur Ragnar Grímsson vorum saman á ferð fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða.