- Advertisement -

Ólund í milljónamanninum

Íslenskt samfélag borgar Davíð Oddssyni enn þann dag í dag verulega mikla peninga hvern mánuð. Hann mun fá, mánuð eftir mánuð, áttatíu prósent af launum forsætisráðherra. Þau laun eru ekkert slor. Þrátt fyrir ofdekrið, ef ekki vegna þess, vekur furðu sú ólund sem hann er haldinn. Einkum gagnvart þeim sem minnst hafa. Jafnvel innan við fjórðung þess sem hann fær í samfélagsgreiðslur.

Kannski er smá mannlegur neisti í Davíð Oddssyni. Hann skrifar í leiðara dagsins:

„All­ir eru sam­mála um að bæta þarf kjör al­menn­ings og eng­inn held­ur því fram að þeir sem vinna á lægstu töxt­un­um séu of­haldn­ir af laun­um sín­um.“ Er okkur þá nokkuð að vanbúnaði, Davíð?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta breyt­ir því ekki að aug­ljóst er að nú er ekki rétti tím­inn til að taka stærri skref en þegar hafa verið samþykkt í lífs­kjara­samn­ing­un­um til að bæta kjör­in. Um þetta hljóta all­ir að geta verið sam­mála,“ skrifar hann.

Nei, Davíð. Um þetta eru ekki allir sammála. Davíð verður að umgangast, eða kynna sér hið minnsta, afkomu þess fólks sem hann telur ekki til „fyrirmenna“ eins og hann flokkar sjálfan sig. Og sína líka. Sem eru ekki margir.

Í leiðaranum talar hann um fólk; „…sem hafa rifið sig lausa frá hinum efna­hags­lega veru­leika…“ Það er einmitt það. Sá efnahagslegi veruleiki, sem Davíð telur sjálfsagðan, er veruleiki ójöfnuðar og fantaskapar.

Hér er tilvitnun í leiðara Kjarnans eftir Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra. Þar er fjallað um hluta þess veruleika þess samfélags sem Davíð skapaði:

Nýjasta dæmið um þessa sjálftöku er gjör­sam­lega maka­laust sam­komu­lag sem þáver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri gerði við nokkra und­ir­menn sína í ágúst í fyrra, tæpum fimm mán­uðum eftir að lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir og þegar yfir­stand­andi kjara­bar­átta opin­berra starfs­manna var þegar hafin af fullri alvöru, um að hækka laun þeirra um 48 pró­sent. Sam­tals hækk­uðu þeir grunn­laun sín um 314 þús­und krónur á mán­uði, og nemur hækk­unin því öllum þeim grunn­launum sem lægst laun­uð­ustu starfs­menn leik­skóla hafa, auk fjögur þús­und krónum til við­bót­ar. Með sam­komu­lag­inu færð­ust 50 yfir­­vinn­u­­stundir inn í föst mán­að­­ar­­laun starfs­­mann­anna, og með því aukast líf­eyr­is­rétt­indi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild Líf­eyr­is­­sjóð starfs­­manna rík­­is­ins (LSR). Heild­­ar­á­hrif þeirrar aukn­ingar er metin 309 millj­­ónir króna. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: