- Advertisement -

Örorkubætur eru 231.780 krónur


Oddný Harðardóttir skrifar:

Til að auka jöfnuð og eftirspurn í hagkerfinu um leið eigum við að hækka ellilífeyri, örorkulífeyri og atvinnuleysisbætur um sömu krónutölur og lágmarkslaun lífskjarasamninganna. Þau hækkuðu um 17.000 kr 1. apríl 2019 og um 18.000 kr. 1. apríl 2020 og fóru þá upp í 335.000 kr á mánuði.

Núna er ellilífeyrir 256.789 kr á mánuði og heimilisuppbót 64.889 kr ef viðkomandi býr einn.

Núna er örorkubætur 231.780 kr. fyrir utan aldurstengda örorkuuppbót og hækkar upp í 297.624 kr ef viðkomandi býr einn.

Núna eru grunn atvinnuleysisbætur 289.510 kr. en fyrstu 3 mánuðina 70% af launum en aldrei meira en 456.400 kr. sem eru um 58% af meðallaunum í landinu.

Eða vill ríkisstjórnin frekar fjölga þeim umtalsvert sem þurfa að draga fram lífið undir fátækramörkum? Það mun gerast þegar að fleiri og fleiri og fleiri missa vinnuna og sumir til lengri tíma. Að halda lífeyrisgreiðslum og bótum svo lágum sem nú er hvorki samfélaginu né hagkerfinu til bóta.

Að auka jöfnuð og efla velferðarkerfin eru einu augljósu viðbrögðin þegar heimsfaraldur gengur yfir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: