- Advertisement -

Ósátt við umfjöllun um félagsdóminn

Yfirlýsing vegna dóms Félagsdóms 3. janúar 2022 í máli nr. 6/2022:

Í tilefni af dómi Félagsdóms í máli VR vegna Tómasar Gabríels Benjamin gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Eflingar – stéttarfélags er rétt að taka eftirfarandi fram:

Umræðan um skipulagsbreytingar Eflingar vorið 2022 hefur að miklu leyti verið í ósamræmi við raunverulegar staðreyndir. Umfjöllun um dóm Félagsdóms hefur því miður verið með sama hætti þar sem því hefur ítrekað verið haldið fram að dómurinn fjalli um ýmis atriði sem eiga sér enga stoð í raun og veru.

Dómurinn fjallar ekki um lögmæti skipulagsbreytinganna eða þeirrar hópuppsagnar sem var nauðsynleg vegna breytinganna. Þær aðgerðir voru lögmætar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Því hefur ranglega verið haldið fram að trúnaðarmanninum hafi verið sagt upp vegna starfa sinna.

Dómurinn fjallar einungis um stöðu eins manns, trúnaðarmanns VR. Trúnaðarmaðurinn taldi að hann einn hefði átt að vera undanskilinn við skipulagsbreytingu sem náði til allra starfsmanna og skrifstofunnar í heild. Félagsdómur tekur undir það en fjallar þó ekkert um hver staða og kjör trúnaðarmannsins áttu að vera eftir skipulagsbreytingarnar.

Niðurstaða Félagsdóms um að undanskilja hefði átt einn mann við skipulagsbreytinguna byggir á lagatúlkun sem gerir mun ríkari kröfur en Félagsdómur hefur áður gert í fyrri dómum sínum. Auk þess byggir Félagsdómur á öðrum sjónarmiðum en trúnaðarmaðurinn hélt fram í málinu og meginniðurstaða dómsins er í andstöðu við fullyrðingar trúnaðarmannsins um málsatvik.

Því hefur ranglega verið haldið fram að trúnaðarmanninum hafi verið sagt upp vegna starfa sinna. Hið rétta er að uppsagnirnar beindust ekki sérstaklega að trúnaðarmanninum eða öðrum, ekki var um að ræða „hreinsanir“ eða annað slíkt. Fullyrðingar um að dómurinn byggi á slíku eða öðrum annarlegum hvötum eru einfaldlegar rangar.

Engin stoð er fyrir þeim fullyrðingum að dómurinn feli í sér að uppsögn trúnaðarmannsins eða annarra starfsmanna hafi verið ámælisverð, óeðlileg eða þaðan af verra. Þvert á móti hafnaði Félagsdómur sérstaklega þeirri kröfu trúnaðarmannsins að Efling yrði sektað, en af því leiðir að brotin voru ekki metin alvarleg.

Niðurstaða Félagsdóms byggir einungis á lagatúlkun og því mati dómsins að trúnaðarmaðurinn hefði getað sinnt verkefnum á skrifstofunni eftir skipulagsbreytinguna. Í niðurstöðu Félagsdóms og í umfjöllun um dóminn hefur þó verið skautað fram hjá því að Efling hvatti trúnaðarmanninn til þess að sækja um starf að loknum skipulagsbreytingunum. Trúnaðarmaðurinn kaus að sækja ekki um starf að nýju. Það gerðu þó margir aðrir starfsmenn og voru þeir nánast allir endurráðnir.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: