- Advertisement -

Ósáttar með hálfrar milljóna veislu

Vigdís og Kolbrún.

Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir eru ekki sáttar við að borgin hafi boðið í veislu í Höfða.

„Mikils misræmis gætir í svörum Reykjavíkurborgar hverjir sóttu þetta borgarlínuboð í Höfða sem kostaði útsvarsgreiðendur í Reykjavík rúma hálfa milljón. Inn í svarið vantar að einnig sátu veisluna oddvitar meirihlutans í Reykjavík. Enda segir í svarinu að „vert er að geta að ekki sáu allir boðsgestir sér fært að mæta í móttökuna og því er munur á fjölda þeirra sem vísað er til í fyrra svari frá 27. maí sl. og varðar þá sem sátu kvöldverðinn og þeirra sem getið er um í þessu svari og varðar boðsgesti sem voru 35 talsins“. Hefðu allir mætt þá var verðmiðinn fyrir hvern boðsgest 14.300 kr. Enn er ekki komið í ljós hversu margir mættu og því má álykta að verðmiðinn sé langt yfir 20.000 kr. á mann,“ bókaði Vigdís.

„Nú liggur fyrir hvaða fyrirmenn og konur sóttu kvöldverð sem kostaði rúma hálfa milljón þann 1. nóvember sl. í Höfða í tilefni af samgöngusáttmála? Alls voru boðsgestir 35. Ýmsum var boðið til veislunnar þ.m.t. aðstoðarmanni borgarstjóra en ekki einum einasta var boðið úr minnihluta borgarstjórnar. Fulltrúi Flokks fólksins furðar sig því dómgreindarleysi sem þarna átti sér stað, að bjóða til veislu sem þessarar þar sem borðað var og drukkið fyrir rúma hálfa milljón. Borgarlína á eftir að  kosta borgarbúa nógu mikið þótt ekki sé verið að bæta ofan á kostnaði sem þessum. Fulltrúa Flokks fólksins er ekki að segja að fólk megi ekki fagna  en þarna hefði t.d. fólk vel getað greitt drykki/áfengi úr eigin vasa. Ekkert af þessu fólki er á vonarvöl og hefði það því vel geta greitt fyrir sína drykki sjálft,“ sagði Kolbrún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meirihlutinn bókaði: „Þökkum svarið. Líkt og fram hefur komið var haldin móttaka í tilefni af undirritun samgöngusáttmálans þar sem meðal annars mættu kjörnir fulltrúa sveitarfélaga og ríkisstjórnar auk þess starfsfólks sem unnið hafði að gerð sáttmálans. Fulltrúar meirihluta í forsætisnefnd gera engar athugasemdir við móttöku í Höfða af þessu merka tilefni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: