- Advertisement -

Píratar lítt hrifnir af Sigríði Á. Andersen

Píratarnir Björn Leví Gunnarsson og Smári McCarty eru ekki sáttir með störf formanns utanríkismálanefndar, Sigríði Á. Andersen.

Björn Leví: „Á auka nefndardegi er eina nefndin sem er ekki að funda: Utanríkismálanefnd. Það er einnig sú nefnd sem hefur fundað sjaldnast á þessu þingi, alls 25 fundir. Næstfæstir fundir eru í Atvinnuveganefnd eða 40.

Utanríkismálanefnd er með 13 mál sem bíða afgreiðslu. 12 þingmannamál og 1 ríkisstjórnarmál. Með öðrum orðum, í stað þess að taka þingmannamál á dagskrá þá er fundur frekar felldur niður.“

Smári McCarty: „Það er orðið svolítið mikið meira en þreytandi hvað gengur illa, með nýjan formann, að halda fundi í utanríkismálanefnd, að klára mál þar, og að koma hlutunum áleiðis. Allt of mikill tími fer í þras við formann um það hvernig hún sullar sinni hrikalegu pólitík saman við utanríkisstefnu Íslands og störf nefndarinnar. Að hún virðist ekki vera vel inn í málaflokknum og hefur furðulegar hugmyndir um alþjóðasamstarf hjálpar heldur ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að þessu sögðu er fundarfallið í dag réttlætanlegt í þetta skiptið, enda er ráðstefna seinni partinn hjá Alþjóðamálastofnun um fjölþáttaógnir, sem flestir nefndarmenn hugðust sækja ─ og er hluti af starfssviði nefndarinnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: