- Advertisement -

Prófstykkið fór í gröfina – verða jarðneskar leifar sjúklings grafnar upp?

 

Fortíðin Hér frétt sem birtist í NT, blaði framsóknarmanna, frá fimmtudeginum 3. maí 1984.

„Enn liggur ekki Ijóst fyrir hvort gripið verður til þess ráðs að grafa upp jarðneskar leifar konu, sem síðastliðið sumar fór með prófstykki tannlæknanema í gröfina áður en prófessorar deildarinnar höfðu tekið það formlega út.

Að sögn Jóns  Oddssonar, hæstaréttarlögmanns, sem fer með málið er hér um að ræða heilgómaasett, sem Rannveig Axfjörð, tannlæknanemi, smíðaði fyrir ári sem lokaverkefhi í heilgómagerð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rannveig var þá á fimmta ári og hefur verið dúx í viðkomandi fagi. Prófessorar deildarinnar gáfu sér ekki tíma tíl þess að skoða góma Rannveigar þegar þeir voru settir upp í sjúkninginn, eins og þeim þó bar.

Hefur Rannveig krafist þess að gómarnir verði teknir út þrátt fyrir formgalla á skoðun enda séu þeir á ábyrgð prófessora, og að þeir hafi fylgst með verkinu og sé fullkunnugt um að því hafi verið lokið áður en sjúklingurinn lést.

Aðstandendur hafa boðið Rannveigu að hin látna verði grafin upp. Þó er óvíst að það breyti nokkru í málinu þar eð prófessorar tannlæknadeildar hafa borið því við, að gómarnir séu ekki skoðunarhæfir nema hægt sé að merkja að þeir henti sjúklingi fullkomlega. slíkt sé ekki hægt þó svo að jarðneskar leifar hans séu grafnar upp.

Jón Oddsson hefur kært ákvörðun tannlæknadeildar í þessu máli til menntamálaráðherra og er beðið eftir svari ráðherra. Í kæru Jóns er farið fram á að deildin fari að vilja Rannveigar og viðurkenni umrædda heilgóma enda sé , það á ábyrgð prófessora deildarinnar að skoðun fór ekki fram.

Verði umrætt prófstykki ekki tekið gilt hefur það í för með sér að Rannveig mun ekki geta útskrifast fyrr en í janúar í stað þess að ljúka sínu námi nú í vor. Eins og fyrr segir hefur Rannveig ætíð verið með bestu einkunn í umræddu fagi, og þykir því mörgum skjóta skökku við að það tefji útskrift hennar um rúmlega hálft ár.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: