- Advertisement -

Púðurskot Fréttablaðsins

Enn á ný skýtur Fréttablaðið púðurskoti að vinnandi fólki. Hörður Ægisson sér um skot dagsins sem er í leiðara blaðsins. Hörður skrifar:

„Þetta verða erfiðir tímar á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að þar er ekki að vænta samstöðu um aðgerðir sem gætu mildað höggið sem atvinnulífið er að taka á sig og um leið komið í veg fyrir enn meira atvinnuleysi. Frá forystufólki hennar koma engar raunhæfar lausnir, aðeins gífuryrði þar sem efnt er til ófriðar á hendur fólki og fyrirtækjum sem eru að leita leiða til að lágmarka skaðann meðan við komumst í gegnum þessa kreppu. Í stað þess að taka eitt skref aftur á bak, og gangast við því að við höfum farið fram úr okkur, þá kjósa menn frekar þverrandi samkeppnishæfni og holskeflu atvinnuleysis. Það er merkileg afstaða sem á eftir að verða okkur sem þjóð dýrkeypt til lengri tíma litið.“

Hörður má trúa að þúsundir og aftur þúsundir eiga í ekki minni vanda en einstaka fyrirtæki og til fólks er ekkert að sækja. Ekki neitt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: