- Advertisement -

Refsa Íslendingar Færeyingum vegna makrílsins?

„Hvað varð um þær þrjátíu þúsund lesta af loðnu sem Íslendingar hafa jafnan leyft Færeyingum að veiða allt frá því að þeir lentu í efnahagshruni sjálfir upp úr 1990 og þriðjungur íbúanna flutti á brott? Allar götur síðan, muni ég rétt, hefur verið í gildi ákvæði um það að þeir fengju þrjátíu þúsund tonn svo fremi sem heildaraflamark væri 500 þúsund tonn, ella fimm prósent af aflaheimildum. Er það þetta sem á að ræða um í desember eða er verið að opna á að taka eigi þessar veiðiheimildir af Færeyingum?“

Svona spuri Össur Skarphéinsson Gunnar Braga Sveinsson á Alþingi þegar fundað var um samninga milli Íslands og Færeyja um gagnkvæmar veiiheimildir.

„Það einmitt það sem á að ræða síðar á árinu,“ sagði ráðherrann.

Össur vildi vita meira: „Tengist þetta á einhvern hátt aðkomu Færeyinga að makrílsamningnum sem þríhliða var gerður hér fyrir nokkrum vikum?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá tengist þetta ekki makríldeilu okkar heldur einfaldlega áhyggjum manna af loðnunni, stofni loðnu og svo framvegis. Það eru þær áhyggjur sem mér skilst að búi að baki því að ráðherrarnir gerðu þetta samkomulag á þennan hátt. Það er alveg skýrt að þarna er um að ræða að menn eru að fresta því að taka ákvörðun um þessi 30 þúsund tonn, en það kemur ekki fram að verið sé að hætta við eða að taka eitthvað af Færeyingum eða eitthvað slíkt. En þegar menn hafa áhyggjur af til dæmis stofni loðnu, við sjáum hvernig veiðarnar hafa gengið þetta veiðitímabil, hafa þeir eðlilega fyrirvara á þegar kemur að því að úthluta svo miklu sem 30 þúsund tonnum af stofninum.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: