- Advertisement -

Reiknuðu með 64 milljónum en borga 108

Kostnaðaráætlun, útboðs vegna þrifa í Kópavogi var 64 milljónir. Samþykkt var að taka tilboði upp á 108 milljónir. Margfalt hærra verð en gert var ráð fyrir. Lægsta tilboðið var 108 milljónir, og var því tekið.

Tehodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi vakti athygli á málinu í fétt fyrr í morgun. „Það vissi enginn almennilega hvað var verið að bjóða í. Lægsta tilboðið var 108 milljónir. Það er of langt mál að telja allt upp sem ekki var í lagi, segir meðal annars þar.

„Í mjög stuttu máli þá voru þetta vinnubrögð sem við vorum hætt að stunda hér í Kópavogi og þess vegna kaus ég gegn tillögu um að samþykkja tilboð í verkið. Það hefði átt að stoppa þetta ferli og fara betur yfir gögnin enda eru það bæði hagsmunir bæjarins og þeirra sem vilja bjóða í verkin að gögnin séu rétt og skýr. Auk þess átti að koma með rétta og/eða skýra kostnaðaráætlun svo kjörnir fulltrúar geti tekið vel upplýsta ákvörðun og bjóða síðan verkið út að nýju. Þetta er ekki fyrsta svona dæmið hér í Kópavogi,“ sagði Theodóra.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru saman í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: