- Advertisement -

Réttlætinu verður ekki frestað

- það þarf að framkvæma það strax í dag.

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Ég leit yfir listann yfir frumvörp og þingsályktanir, sem lögð hafa verið fyrir alþingi og ég sá ekki nein mál þar um bætt kjör aldraðra eða öryrka. Kjarabætur til aldraðra og öryrkja virðast ekki vera ofanlega á forgangslista þingmanna.

Áður hafði ég farið yfir fjárlagafrumvarpið og þá fann ég hungurlúsina,sem ríkisstjórn Katrínar ætlar af ölæti sínu að skenkja öldruðum og öryrkjum frá næstu áramótum: 3,4% hækkun lífeyris, 6000 kr eftir skatt. Það nær ekki einu sinni 4% hækkuninni, sem Gylfi Zoega hagfræðingur Katrínar taldi, að svigrúmið væri til kauphækkana nú.

Það er alveg ljóst,að þingmenn hafa enn ekki áttað sig á því að það ríkir neyðarástand í kjörum þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja, þ.e. þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og annað ekki. Þessi hópur, sem ekki er mjög stór, hefur ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Hvers vegna er vandi þessa hóps ekki leystur strax? Eftir hverju er verið að bíða? Það tekur ekki nema 1-2 daga að semja frumvarp um að leysa vanda þeirra, sem verst eru staddir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég segi eins og Katrín Jakobsdóttir sagði í fyrra, þegar hún var í stjórnarandstöðu: Réttlætinu verður ekki frestað. Og það er kjarni málsins. Réttlætinu verður ekki frestað. Það þarf að framkvæma það strax í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: