- Advertisement -

Reykjavík hætti að rukka börn

„Það er stefna sósíalista að grunnskólar eigi að vera gjaldfrjálsir, það á líka við um máltíðir. Þegar litið er til gjaldskráa þá hafa börn engar tekjur og það ætti því ekki að rukka þau fyrir grunnþjónustu,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir á fundi borgarstjórnar.

„Þegar litið er til lengri tíma er mikilvægt að þeir sem eru aflögufærir greiði til samfélagsins. Þar má skoða aðstöðugjöld á fyrirtæki og útsvar á að leggja á fjármagnstekjur líkt og á við um launatekjur. Varðandi gjaldskrárhækkanir er mikilvægt að þær taki ekki hækkunum nema ljóst sé að kaupmáttur ráðstöfunartekna sé raunverulega að aukast,“ sagði Sanna Marta í umræðunni um fjárhagsáætlun.

…fjölga félagslegum leiguíbúðum einungis um 500 þegar nú eru 578 á þeim biðlista.

„Langtímaáætlun verður að taka mið af raunverulegri þörf og stöðu fólks. Samkvæmt áætlun meirihlutans er fyrirhugað að fjölga félagslegum leiguíbúðum einungis um 500 til ársins 2022 þegar nú eru 578 á þeim biðlista. Líkt og kemur fram í greinargerð velferðarsviðs með fjárhagsáætlun mun NPA samningum fjölga í samræmi við fjármálaáætlun ríkisins. Fjöldi samþykktra umsókna á bið á árinu 2020 er 19. Þjónusta á ekki að stranda á takmörkuðu fjármagni. Hér er um að ræða mikilvæga þjónustu sem fólk á rétt á og það á ekki að þurfa að bíða eftir henni. Fimm ára áætlun á að ganga út frá því að þörfum fólks sé mætt nú og til lengri tíma.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: