- Advertisement -

„Reykjavík rambar á barmi gjaldþrots“

„Staðan er svona: Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur. Reykvíkingar eiga betra skilið en þessi ósköp,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á síðasta fundi borgarráðs.

Meirihlutinn kynnti þar Græna planið.

„Græna planið er sóknaráætlun borgarinnar eftir heimsfaraldur. Það byggir á þremur víddum sjálfbærni: Umhverfislegri sjálfbærni, félagslegri sjálfbærni og efnahagslegri sjálfbærni. Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meirihlutinn.

Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum.

Vigdís hefur efasemdir: „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarráðs og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn. Þá er slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn. Þetta fólk verður að koma sér inn í raunveruleikann eins og hann er í dag.“

En hvað er Græna planið: „Græna planið er sóknaráætlun borgarinnar eftir heimsfaraldur. Það byggir á þremur víddum sjálfbærni: Umhverfislegri sjálfbærni, félagslegri sjálfbærni og efnahagslegri sjálfbærni. Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir. Meðal verkefna í græna planinu eru 1.000 íbúðir á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu, grænir samgönguinnviðir, alþjóðlega vottuð græn hverfi, ný samgöngumiðstöð, vísindagarðar, skapandi greinar í Gufunesi, blómstrandi miðborg og grænn nýsköpunariðnaður á Grundartanga, orkuskipti, stafræn umbreyting borgarinnar, skógrækt, verkefni í þágu lífbreytileika og grænna ofanvatnslausna. Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað.“

Meðal verkefna í græna planinu eru 1.000 íbúðir á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu, grænir samgönguinnviðir, alþjóðlega vottuð græn hverfi, ný samgöngumiðstöð, vísindagarðar, skapandi greinar í Gufunesi, blómstrandi miðborg og grænn nýsköpunariðnaður á Grundartanga.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: