- Advertisement -

Ríkisstjórn Framsóknarflokks

„Formaður Miðflokksins fór í ræðu sinni yfir að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom svo upp og sagði að þessi stefna væri hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi: Stefna þessarar ríkisstjórnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í upphafi ræðu sinnar í gærkvöld.

Síðar sagði hann: „Ríkisstjórn framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er breið í eðli sínu. Þar koma saman ólíkir kraftar sem endurspegla að miklu leyti skoðanir þjóðarinnar. Hún hefur verið einbeitt í því að horfa á sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar og vinna að sátt í samfélaginu. Hún er á réttum tíma á réttum stað. Við þurfum að vernda störf, við þurfum að skapa störf. Það er verkefni sem við getum sameinast um. Þegar fer að vora verðum við tilbúin til að snúa vörn í sókn. Framsókn fyrir íslenskt samfélag. Vinna, vöxtur, velferð, formaður Samfylkingarinnar, því að framtíðin ræðst á miðjunni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: