- Advertisement -

Ríkisstjórnin efnir til ófriðar

Oddný Harðardóttir:
Um þetta frumvarp verður engin sátt.

„Þegar slæmt ástand ríkir eins og nú þá getur verið freistandi fyrir stjórnvöld að dulbúa aðgerðir sem þeir grípa til sem nauðsynlegar neyðaraðgerðir,“ skrifar Oddný Harðardóttir.

„Í sjóli heimsfaraldurs virðist ríkisstjórnin ætla að lauma veggjaldamáli í gegnum þingið. Málinu var dreift á Alþingi á föstudaginn með frumvörpum um kjör þeirra sem eru í sóttkví og þeirra sem missa vinnuna á meðan faraldurinn fer yfir.

Ríkisstjórninni finnst sem sagt góð hugmynd í erfiðu ástandi að leggja á vegskatta, einkum á Sunnlendinga. Nefndar eru sex vegaframkvæmdir í frumvarpinu og þrjár þeirra eru á Suðurlandi. Allt eru þetta nauðsynlegar framkvæmdir en eiga að fjármagnast úr sameiginlegum sjóðum okkar eins og aðrir innviðir. Um þetta frumvarp verður engin sátt og ég mótmæli harðlega að ríkisstjórnin skuli lauma miklu ágreiningsmáli á dagskrá á erfiðum tímum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: