- Advertisement -

Ríkisstjórnin getur ekki setið hjá aðgerðalaus

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og flugfreyja:

Grimmileg aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands er óskiljanlegur afleikur og mistök. Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska. Með því að sniðganga Flugfreyjufélag Íslands er verið að færa verkalýðsbaráttuna meira en öld aftur í tímann þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum. Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttabaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för? Við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hefur þá skyldu að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaði sem enginn sér fyrir endann á.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: