- Advertisement -

Ríkisstjórnin hætti flokkadráttum

Gunnar Smári skrifar:

„Gerum okkur grein fyrir því, við sem hér sitjum, að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir mikilli áskorun. Og það er áskorun sem er mikilvægt að við mætum í sameiningu og leggjum öll okkar að mörkum til að sigrast á henni. Þar er hlutverk okkar allra mikilvægt, bæði ríkisstjórnar en ekki síður þingsins. Við þurfum öll að sýna forystu til þess að við getum tekist á við þessa áskorun með sómasamlegum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir.

Og? Eigum við þá að sætta okkur við Sjálfstæðisflokkurinn noti áfallið til lækka skatta fyrirtækja og beita aðgerðum sem færir öllum eigendum fyrirtækja ávinning en felur ekki í sér neinn stuðning við almenning, fólkið sem er að fara að missa vinnuna, fólkið sem gat ekki áður staðið undir húsnæðiskostnaðinum og fólkið sem bar allan þunga af síðustu kreppu? Ef fólk á standa saman verður ríkisstjórnin að hætta þessum flokkadráttum, að beina allri aðstoð að þeim sem best standa. Ríkisstjórnin getur ekki einu sinni brugðist við því að Hjálparstofnun kirkjunnar er hætta að útdeila mat til fólks sem á ekki efni á að borða!

Fyrirtæki í landinu fá frest á helmingi tryggingargjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Eindagi þeirra átti að vera á mánudag en verður frestað um mánuð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: