- Advertisement -

Ríkisstjórnin slær verkmenntaskólana af

„Uppbygging verknámsskólanna á landsbyggðinni á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórninni.“

Stefán Vagn Stefánsson.

Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki upplýsti okkur um hversu lítinn áhuga núverandi ríkisstjórn hefur á verkmenntun.

„Undanfarin ár hefur verið farið í stórátak til að auka áhuga á verk- og starfsnámi á framhaldsskólastigi en mikil vöntun var og er á iðnmenntuðum einstaklingum út á vinnumarkaðinn. Það var því afar mikilvægt að ráðast í þetta átaksverkefni og fjölga iðnmenntuðum einstaklingum og auka og styrkja verknám í skólum landsins. Það bar árangur því að nú er svo komið að um 800–1.000 einstaklingar sem sækjast eftir að komast inn í verknám fá ekki inngöngu sökum þess að verknámsskólar landsins eru sprungnir og geta því ekki tekið við þeim sem við þurfum svo sannarlega á að halda,“ sagði Stefán Vagn á Alþingi.

„Farið var í vinnu á síðasta kjörtímabili við að stækka verkmenntaskólana og var sú vinna langt komin með að stækka m.a. Verkmenntaskólann á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, á Ísafirði og í Reykjanesbæ. Búið var að ná samkomulagi við sveitarfélögin um þeirra hluta, 40%, og komið fjármagn til þess að fara af stað ríkismegin með 60% hluta og verkefnin voru komin af stað í stjórnsýslunni,“ sagði Stefán Vagn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, ekkert.

„Nú er hins vegar kominn fjárauki III þar sem fjármagn til þessa verkefnis á þessu ári er tekið út. Verkefninu er slaufað. Það er ekki hægt að tala um stefnuleysi því að stefnan er komin fram. Þetta er ekki í forgangi hjá þessari ríkisstjórn. Uppbygging verknámsskólanna á landsbyggðinni á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórninni.

Ég spyr, virðulegur forseti: Var haft samráð við umrædda skóla varðandi þessa ákvörðun? Er búið að ræða við sveitarfélögin sem eru með þetta fjármagn inni í sínum fjárhagsáætlunum á þessu ári og sínum langtímaplönum? Eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, ekkert. Öllum vangaveltum um það hvort verkefnið hafi verið fjármagnað á síðasta kjörtímabili hefur nú verið svarað, virðulegur forseti, og plan nýrra stjórnvalda er ljóst: Verknámsskólarnir hafa verið slegnir af.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: